Skilmálar

Upplýsingar um seljanda:

//MARMOR kt. 071292-2909. Fyrirtækið sinnir innflutningi og endursölu á hágæða ljósum frá traustum framleiðanda. Fyrirtækið sinnir einnig framleiðslu og endursölu á veggspjöldum til veggskreytinga.

Pantanir:

Pantað er í gegnum heimasíðu Marmor: www.marmor.is. Um leið og pöntun berst er viðskiptavinum send staðfesting í vefpósti.

Verð og sendingarkostnaður:

Sendingargjald innan Íslands er kr. 2000, sendingargjald fellur sjálfkrafa niður ef pantað er fyrir upphæð 4000 kr. eða meira. Marmor býður ekki upp á heimsendingar utan Íslands, hafið samband ef þess er óskað. Marmor áskilur sér rétt til að hætta við pantanir, t.d. vegna rangra verðupplýsinga og einnig að breyta verðum eða hætta að bjóða upp á vörutegundir fyrirvaralaust. Marmor innheimtir ekki virðisaukaskatt svo hann er ekki innifalinn í verðinu. Pantanir með heimsendingu eru sendar heim að dyrum. Hægt er að greiða með greiðslukortum.

 

Afhending vöru:

Marmor.is sendir vörur heim til viðskiptavina með Íslandspósti. Sjá nánari upplýsingar um á þessari síðu: Flutningur og afhending. Sé varan ekki til á lager mun þjónustufulltrúi hafa samband og tilkynna um áætlaðan afhendingartíma vörunnar. Kaupandi ber ábyrgð á að gefa upp rétt heimilisfang við pöntun. Ef þú vilt fá pöntun senda seinna eða um leið, endilega hafðu samband við okkur á marmor@marmor.is og við reynum að hjálpa þér.

Vöruskil:

Hægt er að skila vöru innan 14 daga frá afgreiðslu vörunnar og fá endurgreitt. Sendingarkostnaður (kr. 2.000.-)  er ekki endurgreiddur. Ef viðskiptavinur vill skila vörunni þarf boð um skil að berast á marmor@marmor.is innan 14 daga frá afhendingu vörunnar og varan þarf að vera ónotuð og í upphaflegum pakkningum. Vinsamlega sendið tölvupóst á netfangið marmor@marmor.is til að skila vöru. Starfsmaður okkar mun koma til þín að sækja vöruna.

Varðveisla upplýsinga:

Við pöntun veitir kaupandi persónuupplýsingar s.s. nafn, tölvupóstfang og heimilisfang. Við pöntun samþykkir kaupandinn að þessar upplýsingar vistist í gagnagrunn Marmor. Marmor ábyrgist að farið sé með þessar upplýsingar sem trúnaðarmál og að þær verði ekki afhentar þriðja aðila undir neinum kringumstæðum.

Aðrar spurningar:

Ekki hika við að hafa samband við okkur á Facebook, Instagram eða með því að senda póst á marmor@marmor.is ef þú hefur einhverjar spurningar!