Flutningur og afhending

Marmor er netverslun svo ekki er hægt að skoða eða sækja vörur hjá okkur. Ef þér líkar ekki varan bjóðum við viðskiptavinum okkar að skila vörunni innan 14 daga, sjá betur í Skilmálum.

Flutningskostnaður er 2000 kr. en hann fellur sjálfkrafa niður ef verslað er fyrir meira en 4000 kr.

Veggspjöld:

Veggspjöld eru prentuð eftir pöntunum og eru alltaf send til viðskiptavina með Íslandspósti. Það tekur jafnan um 1-3 daga að prenta út veggspjöldin áður en þau eru sótt af Íslandspósti, í framhaldi getur tekið u.þ.b 1-3 daga að koma vörunni til kaupanda. Það getur því tekið 2-6 daga fyrir veggspjöld að skila sér til viðskiptavina. Marmor.is býður upp á sendingu heim að dyrum viðskiptavina ef þeir eru staðsettir innan höfuðborgarsvæðisins, ef kaupandi er fyrir utan höfuðborgarsvæðið eru veggspjöld send á næsta pósthús í nágrenni viðskiptavinar. Ef kaupandi er ekki heima þegar Íslandspóstur mætir á staðinn er skilinn eftir miði og kaupanda er boðið að sækja vöruna á næsta pósthús. 

Aðrar vörur:

Aðrar vörur eru einnig sendar með Íslandspósti en þá fara sendingar jafnan í póstsendingu næsta virka dag eftir að greiðsla hefur borist. Þá tekur að meðaltali 1-3 daga fyrir vörur að berast til viðskiptavina. Marmor.is býður heimsendingu heim að dyrum viðskiptavina ef þeir eru staðsettir innan höfuðborgarsvæðisins, ef kaupandi er fyrir utan höfuðborgarsvæðið eru vörur sendar á næsta pósthús í nágrenni viðskiptavinar.