Algengar spurningar
Hvernig borga ég?
Þú getur borgað með öllum helstu greiðslukortum í gegnum örugga vefgátt Rapyd eða með Netgíró. Þegar þú hefur sett vörur í körfuna er auðvelt að rata rétta leið.
Get ég skoðað vöruna?
Því miður er ekki hægt að skoða vörurnar enn sem komið er, Marmor er að vinna að lausn til þess að gera það mögulegt.
Hvenær fæ ég vöruna?
Heimsendingar eru á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum á milli klukkan 17 og 21. Ef þú pantar fyrir hádegi á útkeyrsludegi færðu vöruna samdægurs. Í öðrum tilfellum færðu vöruna á næsta útkeyrsludegi.
Get ég sótt vöruna?
Nei það er ekki hægt að sækja vöruna enn sem komið er. Við bjóðum upp á fría sendingu heim að dyrum ef verslað er fyrir kr. 4000.- eða meira. Við getum hringt í þig áður en við leggjum af stað ef þú stimplar inn símanúmer í lok afgreiðslu.
Get ég fengið sent út á land?
Já, við sendum vörur út á land með hjálp Íslandspósts. Ef þú ert fyrir utan höfuðborgarsvæðið færð þú vöruna senda á næsta pósthús, sendingarkostnaður er innifalinn ef þú verslar fyrir kr. 4000.- eða meira.
Get ég skilað vöru?
Já það er hægt að skila vöru innan 14 daga frá afgreiðslu vörunnar og fá endurgreitt, sendingarkostnaður (kr. 2.000.-) er aldrei endurgreiddur. Sjá nánar í Skilmálum.
Hvernig skila ég vöru?
Þú getur sent póst á marmor@marmor.is til þess að skila vöru. Við munum svara þér um hæl.
Er ábyrgð á vörunum?
Já það er 2 ára ábyrgð á öllum vörum hjá okkur.
Getið þið hjálpað mér að setja upp ljós?
Já, við höfum löggilda rafvirkja á okkar snærum sem geta hjálpað þér að festa upp ljós, stór sem smá. Hafðu samband á marmor@marmor.is