Viltu kalda eða hlýja birtu heima hjá þér?

Það er til heill hafsjór af ljósaperum í dag og þær eru allar mismunandi eins og þær eru margar. Það má velta fyrir sér hver munurinn er á þessum perum, L. Það er einnig gott að átta sig á því hvort maður vilji lýsa ákveðin rými og staði með hlýrri birtu eða kaldri birtu.
Mismunandi aðstæður kalla á mismundandi lýsingu, á daginn er gott að hafa bjart og lifandi en á kvöldin eru hlýjir tónar og minni birta notalegri, . Dagsbirtan eins og við þekkjum hana er auðvitað breytileg eftir tíma sólarhringsins, á daginn er birtan kaldari en hlýnar svo með kvöldnu og er hlýjust rétt áður en sólin sest.
Slík lýsing er náttúrulegust og líkir eftir litabrigðum dagsbirtunnar. Dagsbritan
Liturinn sem pera geislar frá sér er almennt túlkaður á Kelvin kvarða, perur um 2000-3000K eru hlýjar og liturinn rauðgulur, perur um 4-5000K eru kaldar perur og eru líkari þeirri birtu sem við erum vön á daginn.
Af því sögðu er almennt talið heppilegt að lýsa með kaldri birtu á daginn en þeim lit erum við vön úti í náttúrunni á þeim tíma dagsins, hann veitir okkur meiri orku og athygli. Á kvöldin þegar sólin færist neðar á sjóndeildarhringinn verður litabreyting í sólarljósinu, birtan hlýnar og liturinn lækkar á kelvin kvarðanum. Á kvöldin er þvi náttúrulegt að lýsa með hlýjum litum (2000-3000K), hlýja birtan hjálpar okkur að slaka á og njóta. Hlýjar perur henta því vel í svefnherbergið og í kvöldstofuna.